Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 27. nóvember 2014 14:05
Magnús Már Einarsson
Jack Wilshere frá í þrjá mánuði
Wilshere verður ekki meira með á árinu.
Wilshere verður ekki meira með á árinu.
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, verður frá keppni næstu þrjá mánuðina.

Wilshere meiddist á ökkla gegn Manchester United um síðustu helgi.

Hann fór í aðgerð í London í dag af þeim sökum og búist er við að hann verði frá keppni í þrjá mánuði.

,,Allir hjá félaginu óska Jack góðs bata og hlakka til að sjá hann á vellinum sem fyrst," segir í frétt á heimasíðu Arsenal.

Hinn 22 ára gamli Wilshere þekkir það vel að vera á hliðarlínunni en hann hefur verið óheppinn með meiðsli undanfarin ár.
Athugasemdir
banner