Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 27. nóvember 2014 15:15
Elvar Geir Magnússon
Markmannsmál
Markvarðamál í Pepsi: Óvissa hjá nokkrum liðum
Fer Ingvar Jónsson út í atvinnumennskuna?
Fer Ingvar Jónsson út í atvinnumennskuna?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjalar Þorgeirsson er án félags.
Fjalar Þorgeirsson er án félags.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Abel verður áfram í Eyjum.
Abel verður áfram í Eyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og allir vita þá skiptir miklu máli í góðu liði að hafa öflugan og traustan markvörð. Við tókum saman smá yfirferð yfir það hvernig markmannsmálin standa hjá liðunum í Pepsi-deildinni.

Stjarnan:
Félög í Noregi og Svíþjóð hafa áhuga á Ingvari Jónssyni sem valinn var besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. Hinn ungi Sveinn Sigurður Jóhannesson og Arnar Darri Pétursson vörðu mark liðsins í æfingaleik gegn Fjölni í vikunni en búast má við því að Íslandsmeistararnir sæki nýjan markvörð ef Ingvar fer. Stjörnumenn hafa útilokað að Ingvar Kale komi til félagsins.

FH:
Róbert Örn Óskarsson heldur áfram að verja mark FH eins og undanfarin tvö ár.

KR:
KR-ingar eru með góða sveit markvarða. Stefán Logi Magnússon er áfram í rammanum og til vara eru Sindri Snær Jensson og hinn ungi Hörður Fannar Björgvinsson sem kom frá Fram í haust.

Víkingur:
Ingvar Kale, einn besti markvörður deildarinnar í sumar, er farinn þar sem samningar náðust ekki. Víkingar vilja semja við danskan markvörð, Thomas Nielsen, sem hefur æft með liðinu.

Valur:
Fjalar Þorgeirsson hefur yfirgefið Val en Mosfellingurinn ungi Anton Ari Einarsson hirti stöðuna af honum á liðnu tímabili. Valsmenn munu væntanlega bæta við sig markverði en hvort hann verði hugsaður sem aðalmarkvörður eða varamaður fyrir Anton á eftir að koma í ljós.

Fylkir:
Bjarni Þórður Halldórsson sem verið hefur aðalmarkvörður Fylkis undanfarin ár íhugaði að leggja hanskana á hilluna en hætti við þær áætlanir.

Breiðablik:
Reynsluboltinn Gunnleifur Gunnleifsson heldur áfram að verja mark Blika en hann á eitt ár eftir af samningi sínum.

Keflavík:
Óvíst er hvort Jonas Sandqvist haldi áfram að verja mark Keflavíkur. Svíinn hefur enn ekki gefið Keflvíkingum svar.

Fjölnir:
Þórður Ingason heldur áfram í rammanum í Grafarvogi.

ÍBV:
Abel Dhaira er samningsbundinn ÍBV út sumarið 2016.

Leiknir:
Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, var valinn í úrvalslið 1. deildarinnar á liðnu tímabili.

ÍA:
Árni Snær Ólason varði mark ÍA með prýði í 1. deildinni í sumar en hinn reynslumikli Páll Gísli Jónsson var hans varamarkvörður og framlengdi samning sinn nýlega.

Helstu nöfn á lausu:
Óvíst er hvað Ingvar Kale og Fjalar Þorgeirsson taka sér fyrir hendur. Ingvar hefur yfirgefið Víkinga og Fjalar er hættur hjá Val en er ekki hættur.
Athugasemdir
banner
banner
banner