Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 27. nóvember 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Mirror 
Mikel Arteta frá út árið
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta var í byrjunarliðinu í 2-0 sigri Arsenal á Borussia Dortmund í Meistaradeildinni á miðvikudaginn.

Arteta var skipt af velli í síðari hálfleik vegna kálfameiðsla og er búist við að spænski miðjumaðurinn verði frá í um sex vikur, eða þar til á næsta ári.

,,Þetta eru kálfameiðsli sem líta ekki vel út, meiðslin koma á leiðinlegum tíma því við eigum mikilvæga leiki framundan," sagði Wenger eftir leikinn.

Arsenal á útileiki við West Brom og Stoke og heimaleik gegn toppbaráttuliði Southampton á næstu tíu dögum en Arteta mun missa af tveimur leikjum gegn Southampton og leik gegn Liverpool.

Þá meiddist Sanogo aftan á læri undir lok leiks en talið er að meiðsli Frakkans séu ekki alvarleg.
Athugasemdir
banner
banner