Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 27. nóvember 2014 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Roberto Mancini vill taka við Arsenal
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini er 49 ára gamall og stýrir Inter í ítölsku efstu deildinni, en síðustu ár hefur Mancini stýrt Manchester City og Galatasaray við góðan orðstír.

Mancini segist vilja þjálfa Arsenal áður en þjálfaraferli hans lýkur og vill hann einnig taka við ítalska landsliðinu.

,,Ég hefði viljað stýra Arsenal, enda einstaklega heillandi knattspyrnufélag, en ég hef ennþá tíma fyrir það seinna á ferlinum," sagði Mancini við Il Corriere dello Sport.

,,Ég sé sjálfan mig sem þjálfara ítalska landsliðsins þegar ég verð 60 ára gamall."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner