Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 27. nóvember 2014 15:00
Elvar Geir Magnússon
Rojo byrjaður að æfa
Marcos Rojo.
Marcos Rojo.
Mynd: Getty Images
Marcos Rojo hefur hafið æfingar að nýju á undan áætlun. Þessi argentínski varnarmaður fór úr axlaralið í 1-0 tapi Manchester United gegn Manchester City fyrir fjórum vikum.

Rojo er nú farinn að æfa á fullu með félögum sínum þó talið sé að leikurinn gegn Hull á Old Trafford á sunnudag komi of snemma.

Rojo gæti snúið aftur í útileiknum gegn Southampton þann 8. desember. United er komið upp í fjórða sætið og stefnir á Meistaradeildarsæti fyrir næsta tímabil.

Varnarmennirnir Phil Jones, Luke Shaw og Rafael eru allir á meiðslalistanum og einnig miðjumaðurinn Daley Blind sem getur spilað í vörninni.

Jonny Evans lék fyrir varaliðið í vikunni og gæti Norður-Írski varnarmaðurinn spilað gegn Hull. Shaw verður líklega frá í tvær vikur vegna ökklameiðsla og enn er nokkuð í að Rafael og Jones geti hafið æfingar að nýju.
Athugasemdir
banner
banner
banner