fim 27. nóvember 2014 11:24
Magnús Már Einarsson
Þórarinn Ingi kostaði 4,5 milljónir
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH borgaði ÍBV 4,5 milljónir króna fyrir Þórarinn Inga Valdimarsson samkvæmt frétt á Vísi í dag.

Stjórnarmaður félags í Pepsi-deildinni tjáði íþróttadeild 365 enn fremur að umboðsmaður Þórarins Inga hefði boðið honum leikmanninn fyrir sömu upphæð, en hann hafnaði boðinu.

Þórarinn Ingi var samningsbundinn ÍBV út næsta ár en hann er uppalinn hjá félaginu.

Þórarinn var bæði líka orðaður við Stjörnuna og KR en FH var eina félagið sem náði samningum við ÍBV.

Auk þess að fá Þórarinn Inga þá hafa FH-ingar krækt í Finn Orra Margeirsson frá Breiðabliki í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner