Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 27. nóvember 2014 15:01
Magnús Már Einarsson
Viðtal
Tryggvi Guðmunds: Gat varla sofið af spenningi
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Þetta var það sem mig dreymdi um. Ég var það spenntur yfir þessu að ég gat varla sofið af spenningi," sagði Tryggvi Guðmundsson við Fótbolta.net í dag eftir að hann var ráðinn aðstoðarþjálfari ÍBV.

,,Ég gæti ekki verið glaðari en í dag. Það er þvílíkur heiður og mikið stolt að fá að koma heim og taka þátt í uppbyggingu sem þarf greinilega að eiga sér stað,"

ÍBV missti fyrr í vikunni Brynjar Gauta Guðjónsson og Þórarinn Inga Valdimarsson en þrátt fyrir það eru Eyjamenn brattir.

,,Við erum hvergi smeykir. Eyjamenn eru ekki þekktir fyrir að gefast upp og við höfum verið í þessari stöðu áður."

,,Ég er að upplifa það sama og ég upplifði 2010 þegar ég kom hingað sem leikmaður. Þá var liðið ekki búið að gera góða hluti árin áður og það var ákveðið að rífa sig í gang og gera eitthvað. Okkur tókst það þvert á alla spádóma. Planið er að byggja aftur upp núna og festa sig í sessi í úrvalsdeildinni."


Tryggvi varð fertugur fyrr á þessu ári en hann hefur lengi stefnt á að fara út í þjálfun. ,,Ég byrjaði að taka þessi þjálfarastig 2006 þegar ég var í FH. Þetta var alltaf planið og ég er þakklátur fyrir að fá tækifæri til að byrja hjá ÍBV, þar sem ég á heima."

Í sumar spilaði Tryggvi með KFS í 4. deildinni en mun hann skipta yfir í ÍBV og vera spilandi aðstoðarþjálfari næsta sumar? ,,Skórnir eru aldrei langt undan en ég er fyrst og fremst að koma inn sem aðstoðarþjálfari ÍBV. Eins og staðan er í dag er ég leikmaður KFS," sagði Tryggvi.
Athugasemdir
banner