Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. nóvember 2014 21:30
Daníel Freyr Jónsson
Young: United stefnir á titilinn
Ashley Young.
Ashley Young.
Mynd: Getty Images
Ashley Young, vængmaður Manchester United, segir liðið stefna á Englandsmeistaratitilinn þrátt fyrir erfiða byrjun í deildinni.

United er þegar 13 stigum á eftir toppliði Chelsea, en sigur gegn Arsenal um síðustu helgi hefur blásið lífi í liðið og er ljóst að Young er fullur sjálfstrausts.

,,Ég held að stjórinn hafi gefið það út að við viljum enda í efstu fjórum sætunum, en þið þekkið þetta félag, leikmennina og starfsfólkið. Við viljum vinna titilinn," sagði Young.

,,Stjórinn vill gera góða hluti og að félagið vinni titla á ný og við hugsum ekkert öðruvísi."

,,Við erum allir að stefna í rétta átt."
Athugasemdir
banner
banner
banner