Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. nóvember 2015 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
55 leikmenn tilnefndir fyrir draumalið ársins
Mynd: Getty Images
Gerard Pique og félagar hans í Barcelona eru líklegir til að verma þónokkur sæti draumaliðsins eftir að hafa unnið þrennuna á síðasta tímabili.
Gerard Pique og félagar hans í Barcelona eru líklegir til að verma þónokkur sæti draumaliðsins eftir að hafa unnið þrennuna á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Margir telja Paul Pogba líklegan til að lauma sér í draumaliðið.
Margir telja Paul Pogba líklegan til að lauma sér í draumaliðið.
Mynd: Getty Images
Ein af stærstu spurningunum hlýtur að snúast um hvort Cristiano Ronaldo komist í draumaliðið eða ekki.
Ein af stærstu spurningunum hlýtur að snúast um hvort Cristiano Ronaldo komist í draumaliðið eða ekki.
Mynd: Getty Images
Aðeins tveir Englendingar eru meðal þeirra 55 sem eiga möguleika á að vera valdir í lið ársins af leikmannasamtökunum FIFPro.

Næstum því 25 þúsund atvinnumenn í knattspyrnu frá 70 löndum hafa kosningarrétt og á hver og einn að velja einn markvörð, fjóra varnarmenn, þrjá miðjumenn og þrjá sóknarmenn.

Draumalið ársins verður tilkynnt þann 11. janúar við hátíðlega athöfn í Sviss. Á sömu athöfn verða veitt verðlaun fyrir margt annað, til dæmis besta leikmann og þjálfara heims.

Markverðir:
Gianluigi Buffon (Juventus - Ítalía)
Iker Casillas (Porto - Spánn)
David De Gea (Man Utd - Spánn)
Keylor Navas (Real Madrid - Kosta Ríka)
Manuel Neuer (Bayern - Þýskaland)

Varnarmenn:
David Alaba (Bayern - Austurríki)
Jordi Alba (Barcelona - Spánn)
Daniel Alves (Barcelona - Brasilía)
Jerome Boateng (Bayern - Þýskaland)
Daniel Carvajal (Real Madrid - Spánn)
Giorgio Chiellini (Juventus - Ítalía)
David Luiz (PSG - Brasilía)
Diego Godin (Atletico Madrid - Úrúgvæ)
Mats Hummels (Dortmund - Þýskaland)
Branislav Ivanovic (Chelsea - Serbía)
Vincent Kompany (Man City - Belgía)
Philipp Lahm (Bayern - Þýskaland)
Marcelo (Real Madrid - Brasilía)
Javier Mascherano (Barcelona - Argentína)
Pepe (Real Madrid - Portúgal)
Gerard Pique (Barcelona - Spánn)
Sergio Ramos (Real Madrid - Spánn)
Thiago Silva (PSG - Brasilía)
John Terry (Chelsea - England)
Raphael Varane (Real Madrid - Frakkland)

Miðjumenn:
Thiago Alcantara (Bayern - Spánn)
Xabi Alonso (Bayern - Spánn)
Sergio Busquets (Barcelona - Spánn)
Eden Hazard (Chelsea - Belgía)
Andres Iniesta (Barcelona - Spánn)
Toni Kroos (Real Madrid - Þýskaland)
Luka Modric (Real Madrid - Króatía)
Andrea Pirlo (New York City FC - Ítalía)
Paul Pogba (Juventus - Frakkland)
Ivan Rakitic (Barcelona - Króatía)
James Rodriguez (Real Madrid - Kólumbía)
David Silva (Man City - Spánn)
Yaya Toure (Man City - Fílabeinsströndin)
Marco Verratti (PSG - Ítalía)
Arturo Vidal (Bayern - Síle)

Sóknarmenn:
Sergio Agüero (Man City - Argentína)
Gareth Bale (Real Madrid - Wales)
Karim Benzema (Real Madrid - Frakkland)
Douglas Costa (Bayern - Brasilía)
Zlatan Ibrahimovic (PSG - Svíþjóð)
Robert Lewandowski (Bayern - Pólland)
Lionel Messi (Barcelona - Argentína)
Thomas Müller (Bayern - Þýskaland)
Neymar (Barcelona - Brasilía)
Arjen Robben (Bayern - Holland)
Cristiano Ronaldo (Real Madrid - Portúgal)
Wayne Rooney (Man Utd - England)
Alexis Sanchez (Arsenal - Síle)
Luis Suarez (Barcelona - Úrúgvæ)
Carlos Tevez (Boca Juniors - Argentína)
Athugasemdir
banner
banner