Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 27. nóvember 2015 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Toppslagur í Leicester
Geta lærisveinar Louis van Gaal stöðvað Jamie Vardy?
Geta lærisveinar Louis van Gaal stöðvað Jamie Vardy?
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í enska boltanum um helgina og byrjar boltinn að rúlla þegar fimm leikir hefjast samtímis á laugardaginn. Þar er viðureign Manchester City og Southampton meðal annars á dagskrá.

Lokaleikur laugardagsins er toppslagur í Leicester þar sem spútnik lið heimamanna tekur á móti Manchester United sem er í öðru sæti deildarinnar.

Sunnudagurinn byrjar á gífurlega spennandi nágrannaslag Tottenham og Chelsea, en Tottenham hefur átt flott tímabil og er í toppbaráttunni á meðan Chelsea þarf nokkra sigra í viðbót til að koma sér úr neðri helming deildarinnar.

West Ham tekur á móti West Brom áður en Liverpool fær Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea í heimsókn á sama tíma og Arsenal heimsækir Norwich.

Laugardagur:
15:00 Man City - Southampton (Stöð 2 Sport 2)
15:00 Crystal Palace - Newcastle (Stöð 2 Sport 3)
15:00 Sunderland - Stoke (Stöð 2 Sport 4)
15:00 Aston Villa - Watford (Stöð 2 Sport 5)
15:00 Bournemouth - Everton (Stöð 2 Sport 6)
17:30 Leicester - Man Utd (Stöð 2 Sport 2)

Sunnudagur:
12:00 Tottenham - Chelsea (Stöð 2 Sport 2)
14:05 West Ham - West Brom (Stöð 2 Sport 2)
16:15 Liverpool - Swansea (Stöð 2 Sport 2)
16:15 Norwich - Arsenal (Stöð 2 Sport 3)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner