Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 27. nóvember 2015 12:58
Magnús Már Einarsson
Gregg Ryder framlengir við Þrótt
Gregg Ryder.
Gregg Ryder.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gregg Ryder undirritaði rétt í þessu framlengingu á samning sínum við Þrótt en hann er nú samningsbundinn félaginu út árið 2017.

Eftir að hafa þjálfað yngri flokka ÍBV og verið í þjálfarateymi meistaraflokks þá tók Gregg við Þrótturum haustið 2013.

Undir hans stjórn endaði liðið í 3. sæti í 1. deild árið 2014 og komst síðan upp í Pepsi-deildina á nýliðnu tímabili.

„Ég er mjög ánægður með að hafa gert nýjan samning við Þrótt til að vera með þessum frábæra leikmannahóp í tvö ár til viðbótar," sagði Gregg eftir undirskrift.

„Ég hlakka mikið til að takast á við Pepsi-deildina með félaginu á næsta ári. Metnaðurinn hjá félaginu skpitir mestu máli fyrir mig og ég tel að félagið hafi sýnt góð merki með því að fá semja við leikmenn og starfsfólk."

„Félagið mun styrkja sig meira til að verða gott úrvalsdeildarlið á næsta ári. Það eru spennandi tímar framundan hjá Þrótti Reykjavík FC!"


Hinn danski Per Rud tók við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Þrótti á dögunum og hann er spenntur fyrir samstarfinu með Gregg.

„Gregg hefur sannfært félagið og mig á mínum stutta tíma hjá Þrótti að hann er mjög efnilegur þjálfari. Hann vinnur hörðum höndum að því að gera Þrótt að betra og sterkara félagi í víðu samhengi. Hann vinnur núna hörðum höndum að því að samstilla leikstíl, aðferðir og vinnulag allra þjálfara í félaginu," sagði Per.
Athugasemdir
banner
banner