Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 27. nóvember 2015 11:00
Elvar Geir Magnússon
Helstu punktarnir frá fréttamannafundi Van Gaal
Van Gaal og Ryan Giggs, aðstoðarmaður hans.
Van Gaal og Ryan Giggs, aðstoðarmaður hans.
Mynd: Getty Images
Manchester United situr í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mætir spútnikliði Leicester á morgun 17:30. Leicester trónir á toppi deildarinnar, stigi á undan United.

Þrátt fyrir að Rauðu djöflarnir séu í fínni stöðu í deildinni hefur Louis van Gaal knattspyrnustjóri legið undir mikilli gagnrýni, sérstaklega í ljósi þess að skemmtanagildið þykir algjörlega í lágmarki hjá liðinu.

Gagnrýnin fór á mikið flug eftir markalaus jafnteflið gegn PSV í Meistaradeildinni á miðvikudag. Van Gaal hélt fréttamannafund í morgun fyrir stórleikinn gegn Leicester og hér má sjá helstu punktana sem þar komu fram.

- „Ef við værum ekki að skapa okkur færi hefði ég áhyggjur. En við erum að skapa færi og gefum fá færi á okkur - Oftast eru úrslitin okkar góð. Auðvitað vill ég að stuðningsmenn séu ánægðir, það er mikilvægt," segir Van Gaal.

- Van Gaal hrósaði kollega sínum hjá Leicester, Claudio Ranieri, og segir hann frábæran knattspyrnustjóra. Hann telur að Leicester geti unnið enska meistaratitilinn þó vissulega verði erfitt fyrir liðið að halda í við stærstu liðin.

- „Enginn bjóst við að Leicester yrði á toppnum á þessum tíma en þeir eiga það skilið. Stig eru það mikilvægasta í leiknum; mörk eru mikilvæg en stigasöfnun mikilvægari."

- Van Gaal lýsir markahróknum Jamie Vardy sem afar erfiðum andstæðingi, hann hefur reynst United „kvikindislegur" og fór á kostum í frægum 5-3 sigri Leicester síðasta tímabil. Hollendingurinn bendir þó á að United hafi bætt sig mikið varnarlega síðan þá.

- Sóknarmaðurinn ungi, James Wilson, hefur verið lánaður til Brighton í toppbaráttu ensku Championship-deildarinnar. „Þetta er hugsað til að gera hann að betri leikmanni og ætti að hagnast öllum aðilum þegar horft er til framtíðar," segir Van Gaal en hann getur alltaf kallað Wilson til baka.

- Meiðslin: Ander Herrera og Phil Jones eru enn meiddir og taka ekki þátt í leiknum á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner