Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. nóvember 2015 14:26
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Þurfum að vera þolinmóðir með Sturridge
Daniel Sturridge er nánast alltaf meiddur.
Daniel Sturridge er nánast alltaf meiddur.
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge, sóknarmaður Liverpool, gat ekki tekið þátt í Evrópudeildarleiknum í gær þar sem bakslag kom í endurkomu hans eftir meiðsli.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að bakslagið sé ekki eins alvarlegt og margir hafa óttast.

„Daniel hefur verið mjög oft meiddur síðustu mánuði, og kannski ár, svo það er eðlilegt að svona komi upp. Líkaminn þarf að aðlagast auknu álagi á æfingum og það þarf að gera mun á alvarlegum sársauka og hefðbundnum sársauka," segir Klopp.

„Allir vilja fá hann sem fyrst aftur á völlinn en öll þurfum við að læra. Þetta er ekki alvarlegt en við þurfum að bregðast við öllum aðstæðum. Þannig er það með meiðsli."

Annars er það að frétt af meiðslamálum Liverpool að fyrirliðinn Jordan Henderson hefur hafið æfingar að nýju og ekki er langt í hans endurkomu. Klopp segir að Henderson sé ólmur í að komast aftur út á keppnisvöllinn.

Liverpool er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið mætir Swansea á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner