Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 27. nóvember 2015 12:52
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Chelsea ímynda sér að þeir berjist um titilinn
Courtois snýr aftur í desember
Óvíst er hvort Terry geti spilað um helgina.
Óvíst er hvort Terry geti spilað um helgina.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að leikmenn sínir fari í alla leiki eins og þeir séu að berjast um meistaratitilinn. Bláliðar hafa byrjað tímabilið mjög illa en mæta Tottenham um helgina.

„Við þurfum að safna stigum. Við erum allir einbeittir að því að gera það besta sem við getum. Það eina í stöðunni er að reyna að fá eins mörg stig og hægt er," segir Mourinho.

„Chelsea er stórt félag, stór félög fara í gegnum erfiða tíma og lifa það af. Þau vinna að því að eiga góðar stundir aftur."

Mourinho sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag en þar tilkynnti hann að markvörðurinn Thibaut Courtois, sem meiddist á hné í september, væri á góðum batavegi en vonast er til þess að hann snúi aftur fyrir miðjan desembermánuð.

Óvíst er hvort varnarmaðurinn John Terry geti spilað gegn Tottenham í hádeginu á sunnudag en hann gat ekki æft í dag. Mourinho vonast til að fyrirliðinn verði með í leiknum.

„Ef hann spilar ekki þá tökumst við á við það. Ég hef fullt traust á Gary Cahill og Kurt Zouma," segir Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner