Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 27. nóvember 2015 16:15
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Leicester og Man Utd
Mynd: Instagram
Tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar mætast á morgun á King Power leikvanginum þegar Leicester tekur á móti Manchester United klukkan 17:30.

Þrátt fyrir að vera smávægilega meiddur á mjöðm er Jamie Vardy leikfær og getur sett met með því að skora í ellefta leiknum í röð. Eini leikmaðurinn á meiðslalista Leicester er Matty James sem hefur ekki spilað á tímabilinu vegna meiðsla á hné.

Hjá United eru þeir Phil Jones og Ander Herrera meiddir og þá er Jesse Lingard tæpur og óvíst með þátttöku hans. Strákarnir í Guardian henda honum þó í líklegt byrjunarlið hjá sér.

Ólíklegt er að Michael Carrick spili og þeir Luke Shaw og Antonio Valencia eru áfram á meiðslalistanum.

„Þetta er stórleikur helgarinnar í deildinni. Við erum á toppnum og þetta er stund sem við eigum skilið. Þetta er enn einn leikurinn fyrir okkur til að sjá hvernig við höfum tekið framförum," segir Claudio Ranieri, stjóri spútnikliðs Leicester.
Athugasemdir
banner
banner