Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. nóvember 2015 12:09
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Magni hættur sem aðalþjálfari Brommapojkarna
Olof Mellberg er nýr þjálfari Brommapojkarna.
Olof Mellberg er nýr þjálfari Brommapojkarna.
Mynd: Getty Images
Magni Fannberg er hættur sem aðalþjálfari Brommapojkarna eftir að hafa verið eitt ár í starfinu. Magni tók við stjórnartaumunum eftir fall liðsins úr efstu deild í Svíþjóð en undir hans stjórn féll liðið úr B-deildinni og mun því vera í C-deild næsta tímabil.

Þekkt nafn tekur við af Magna en Olof Mellberg sem lék 117 landsleiki fyrir Svíþjóð var ráðinn í stað Íslendingsins. Mellberg lék lengi í vörn Aston Villa og var einnig í herbúðum Juventus um tíma.

Magni var áður við þjálfun hjá unglingaliðum Brommapojkarna en hann segir við mbl.is að líkur séu á að hann verði aðstoðarþjálfari Mellberg. Það er þó ekki frágengið.

Þorlákur Árnason tók nýlega við sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu eftir að hafa verið yfir akademíu félagsins. Þorlákur fundaði ásamt Ola Danhard, framkvæmdastjóra félagsins, með Mellberg sem verður formlega kynntur á fréttamannafundi á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner