Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. nóvember 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Mignolet hélt boltanum í 20 sekúndur
Mynd: Getty Images
Liverpool lagði Bordeaux að velli í Evrópudeildinni í gærkvöldi eftir að frönsku gestirnir komust yfir.

Simon Mignolet, markvörður Liverpool, hefur verið gagnrýndur fyrir að vera ekki í hæsta gæðaflokki og fékk sú gagnrýni mikinn byr eftir vandræðaleg mistök í leiknum gær.

Staðan var markalaus og Mignolet handsamaði boltann og beið eftir að samherjar sínir færu framar á völlinn.

Mignolet var þó eitthvað óákveðinn þegar kom að því að koma knettinum frá sér, þannig að hann hélt honum aðeins lengur heldur en þær sex sekúndur sem eru leyfilegar samkvæmt reglubókinni, eða í rúmar 20 sekúndur.

Dómarinn dæmdi óbeina aukaspyrnu og komust gestirnir yfir vegna mistakanna.

Hér fyrir neðan má sjá þrjú myndbönd. Það fyrsta sýnir mistök Mignolet, annað myndbandið sýnir markið sem kom í kjölfarið af aukaspyrnunni og það þriðja er viðtal við Mignolet og Benteke, sem eru einnig saman í belgíska landsliðinu, þar sem markvörðurinn viðurkennir mistök sín.







Athugasemdir
banner
banner
banner