Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 27. nóvember 2015 15:30
Elvar Geir Magnússon
Sakho ekki eins lengi frá og óttast var í fyrstu
Mamadou Sakho.
Mamadou Sakho.
Mynd: Getty Images
Mamadou Sakho, varnarmaður Liverpool, verður ekki eins lengi frá vegna hnémeiðsla og fyrst var óttast.

„Ég er mjög ánægður eftir þessar góðu fréttir. Allir héldu að ég yrði mjög lengi frá. En ég þakka Guði fyrir að það verða fjórar til sex vikur," segir Sakho sem var kosinn leikmaður mánaðarins hjá Liverpool.

„Mér líður mikið betur núna. Ég mun vinna að því að koma aftur eins fljótt og mögulegt er."

Liverpool tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær og mætir Swansea á sunnudag. Liverpool er í níunda sæti ensku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner