Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 27. nóvember 2015 12:30
Elvar Geir Magnússon
Valbuena tjáir sig í fyrsta sinn um fjárkúgunarmálið
Valbuena og Benzema þegar allt lék í lyndi.
Valbuena og Benzema þegar allt lék í lyndi.
Mynd: Getty Images
Mathieu Valbuena, leikmaður Lyon, hefur í fyrsta sinn tjáð sig um fjárkúgunarmálið fræga en hann sakar liðsfélaga sinn í franska landsliðinu, Karim Benzema hjá Real Madrid, um að hafa með óbeinum hætti reynt að kúga út úr sér fé.

Ákæra var gefin út á hendur Benzema fyrr í þessum mánuði og gæti hann átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur.

Benzema á að hafa sagt Valbuena óbeint að hann þyrfti að borga ótilgreinda upphæð svo kynlífsmyndband af honum og kærustu hans yrði ekki gert opinbert.

„Óbeint sagði hann: Þú verður að borga. Hann sagði þetta ekki með árásargjörnum hætti og talaði ekki beint um peninga en sagði að ég þyrfti að hitta ákveðinn aðila.... hmmmm. Ég hef aldrei hitt nokkurn sem ætlar að eyða myndbandi án greiðslu vegna þess að honum þykir vænt um mig! Fólk er ekki fífl," sagði Valbuena.

„Ég er ótrúlega vonsvikinn og get aðeins sagt að samband mitt við Karim var ekki eins einlægt og hann vill meina."

Fjölmiðlar segja að Benzema hafi sagt við lögreglu að hann hafi átt að vera milliliður milli Valbuena og eins af fjárkúgurunum sem var æskuvinur Benzema.

Valbuena segir mjög erfitt að kyngja þessum hótunum frá liðsfélaga sínum og vini í franska landsliðinu.

„Ég gat ekki ímyndað mér að Karim Benzema yrði hluti af þessari sögu," sagði Valbuena.

Benzema má ekki setja sig í samband við Valbuena samkvæmt úrskurði og hvorugur þeirra var valinn í síðasta landsliðsverkefni Frakklands vegna málsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner