Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. nóvember 2017 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hommi í hæsta gæðaflokki á Íslandi - Vill ekki koma fram
Mynd: Raggi Óla
Umræðan um samkynhneigð í fótbolta hefur vaknað til lífsins á undanförnum dögum, eftir að Guðmundur Björn Þorbjörnsson fór yfir málið í útvarpsþætti sínum, Markmannshanskarnir hans Albert Camus, á Rás 1 á laugardaginn.

Í þættinum velti hann því fyrir sér hvers vegna hommar spila ekki fótbolta og bar þátturinn þann titil.

Nokkrir fótboltamenn hafa komið út úr skápnum á undanförnum árum, en ekki er um að ræða þekktustu nöfnin.

Fréttamaðurinn Benedikt Bóas Hinriksson tók boltann á lofti. Hann mætti í Harmagedon í dag og ræddi um „hommaleysið í boltanum". Hægt er að hlusta á innslagið hér að neðan.

Guðmundur Björn tístaði um túlkun Benediktar áðan og sagði: „Hommar spila vissulega fótbolta í hæsta gæðaflokki, og ég hitti einn þeirra, en hann var ekki tilbúinn í viðtal. Sem segir líklega hve langt í land hið „prógressífa" Ísland á."

Það er ljóst að þessi umræða á mikinn rétt á sér í augnablikinu; hún er gríðarlega mikilvæg.

Sjá einnig:
„Fótbolti er svolítið hommaleg íþrótt"





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner