Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. desember 2014 14:40
Arnar Geir Halldórsson
Alfreð ánægður með Moyes
Alfreð í leik með Real Sociedad
Alfreð í leik með Real Sociedad
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason, leikmaður Real Sociedad, var í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net í dag.

David Moyes, fyrrum stjóri Man Utd og Everton, tók nýverið við Sociedad og aðspurður um fyrstu kynni Alfreðs af Skotanum hafði hann þetta að segja.

,,Mjög góð. Hann er mjög fókuseraður og það snýst allt um að vinna. Hann er auðvitað búinn að vinna á hæsta leveli lengi og hann vill breyta ýmsu. Hann hefur keyrt upp tempóið á æfingum og ég held að hans áhrif muni sjást eftir áramót."

,,Moyes er með túlk sem túlkar allt sem hann segir og það getur verið pínu steikt. En hann er kominn með nokkur orð í spænskunni og þetta er ekkert vandamál."
sagði Alfreð.

Upptaka af viðtalinu í heild kemur inn á síðuna á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner