Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 27. desember 2014 21:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Julian Speroni: Gengum í gegnum þetta á síðustu leiktíð
Julian Speroni í faðmlögum.
Julian Speroni í faðmlögum.
Mynd: Getty Images
Julian Speroni, markmaður Crystal Palace, segir að liðið sé að ganga í gegnum erfiða tíma eftir 3-1 tap gegn Southampton og hefur liðið ekki unnið í sex leikjum í röð.

Scott Dann minnkaði muninn fyrir Palace en það dugði skammt þar sem Sadio Mane, Ryan Bertrand og Toby Alderweireld voru búnir að skora fyrir Southampton.

Speroni vonast til að hann og liðsfélagar sínir bregðast rétt við.

,,Stundum ganga lið í gegnum erfiða tíma eins og við. Við gerðum það einnig í byrjun síðustu leiktíðar en núna ættum við að koma til baka.

Yannick Bolasie, einn besti leikmaður Palace á tímabilinu er á leið í Afríkukeppnina í janúar og vonast Speroni að Palace ráði við fjarveru hans.

,,Við munum sakna hans en við verðum að hugsa um hópinn. Það koma aðrir í hans stað," sagði Speroni.
Athugasemdir
banner
banner
banner