banner
   lau 27. desember 2014 18:26
Jóhann Ingi Hafþórsson
Mark Hughes: Bojan búinn að vera frábær
Bojan hefur staðið sig vel með Stoke.
Bojan hefur staðið sig vel með Stoke.
Mynd: Getty Images
Mark Hughes, þjálfari Stoke segir að Bojak Krkic, framherji liðsins sé búinn að vera frábær en hann átti góðan leik er Stoke vann Everton í gær.

Bojan kom til Stoke fyrir þrjár milljónir punda frá Barcelona í sumar. Flestir vissu af hæfileikum Bojan en hann hefur ekki ennþá náð að springa almennilega út.

Margir settu spurningarmerki við hvort Bojan myndi ráða við hörkuna í enska leiknum en hann hefur svo sannarlega gert það og gott betur.

,,Það sást hvað Bojan er ákveðinn, bæði þegar hann fékk vítið og þegar hann skoraði úr því. Þessi leikur var fer í reynslubankann hjá honum og hann stóð sig vel og nýtur þess að spila fótbolta."

,,Þetta var kaldur og blautur dagur, en það er gömul klisja. Fólk sagði að Bojan passaði ekki í enska leikinn. Hann er ekki búinn að vera hérna lengi en hann passar svo sannarlega inn í okkar lið og er búinn að vera frábær."

Stoke er komið með 51 stig á árinu 2014, sem er besti árangur liðsins síðan það komst upp í deild þeirra bestu árið 2008.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner