Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. desember 2014 20:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Matic: Terry er einn besti enski miðvörður sögunnar
Nemanja Matic.
Nemanja Matic.
Mynd: Getty Images
Nemanja Matic vonast til að spila með John Terry í mörg ár í viðbót og segir hann Terry vera einn af bestu ensku miðvörðum sögunnar.

Serbinn er orðinn lykilmaður í liði Chelsea undanfarið og hefur staðið sig afar vel á miðjunni.

Hinn 34 ára gamli Terry á aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum við liðið en hann skrifaði undir árs samning síðasta sumar.

Terry skoraði í öðrum leiknum í röð í gær, þegar Chelsea sigraði West Ham, 2-0.

,,Terry er stór leikmaður, hann er fyrirliðinn okkar og á allt skilið. Hann er einn besti enski miðvörðurinn í sögunni. Það er gott að hafa hann í liðinu og ég vona að spila með honum í nokkur ár í viðbót," sagði Matic.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner