Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 27. desember 2014 10:25
Magnús Már Einarsson
Óvíst hvenær Di Maria snýr aftur
Mynd: Getty Images
Angel Di Maria missti af 3-1 sigri Manchester United á Newcatle í gær.

Di Maria meiddist á æfingu á Jóladag og óvíst er hvenær hann mun snúa aftur.

,,Við þurfum að bíða og sjá hvað kemur út úr rannsóknum," sagði Louis van Gaal stjóri Manchester United eftir leikinn í gær.

Di Maria snéri aftur í lið Manchester United gegn Aston Villa um síðustu helgi eftir þriggja vikna fjarveru vegna meiðsla aftan í læri en meiðslin núna eru ekki á sama stað.

Manchester United mætir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á morgun en Di Maria mun væntanlega ekki spila þann leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner