Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. desember 2014 21:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Pellegrini sama um að slá félagsmet hjá City
Mauel Pellegrini.
Mauel Pellegrini.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, þjálfari Manchester City segist ekki hafa neinn áhuga á metum og vill bara að liðið haldi áfram að vinna leiki.

City liðið vann 3-1 sigur á West Brom í gær og jöfnuðu englandsmeistaranir þar með félagsmet, þar sem liðið vann níunda leikinn sinn í röð í öllum keppnum.

Liðið vann níu leiki í röð árið 1910 og svo aftur 2011, en Pellegrini segist ekki hafa neinn áhuga á því.

,,Ég vissi ekki af þessu meti. Við viljum bara halda áfram að safna stigum því þetta verður jöfn titilbarátta og við viljum halda titlinum okkar."

Þessi fyrrverandi þjálfari, Real Madrid var í tæpann áratug í spænsku deildinni, áður en hann tók við City á síðustu leiktíð. Pellegrini viðurkennir að hann er enn að venjast því að spila leiki um jólin.

,,Þetta er óvenjulegt fyrir mig. Það er vont að spila tvo leiki á 72 tímum en við vitum hvernig þetta er í úrvalsdeildinni. Það er erfitt fyrir öll liðin."
Athugasemdir
banner
banner