Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 27. desember 2014 11:01
Arnar Geir Halldórsson
PSG búið að samþykkja tilboð í Cavani - Milner á förum
Powerade
Lendir Cavani á Emirates eftir nokkra daga?
Lendir Cavani á Emirates eftir nokkra daga?
Mynd: Getty Images
Asamoah er orðaður við Chelsea
Asamoah er orðaður við Chelsea
Mynd: Getty Images
Danny Ings er eftirsóttur
Danny Ings er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Ensku miðlarnir eru stútfullir af slúðri eftir jólin. BBC tók allt það helsta saman.




PSG er komið í baráttuna um að fá Adnan Januzaj, ungstirni Man Utd, á láni í janúar. (Daily Mail)

Arsenal er nánast búið að ganga frá kaupum á Edinson Cavani, framherja PSG, en franska liðið á að hafa samþykkt tilboð í kappann. (Metro)

Liverpool vonast til að fá James Milner á frjálsri sölu næsta sumar en hann á enn eftir að endurnýja samning sinn við Man City. Arsenal hefur einnig áhuga á þessum 28 ára Englending. (Daily Express)

Angel Di Maria á að hafa sagt Louis van Gaal að kaupa Nico Gaitan frá Benfica til Man Utd. (Daily Star)

Chelsea mun punga út 24 milljónum punda fyrir Kwadwo Asamoah, leikmanni Juventus, í janúar. (Metro)

Það er nánast frágengið að Lukas Podolski fari til Inter Milan þegar glugginn opnar. (Daily Express)

Real Madrid ætlar að kaupa Marco Reus frá Dortmund til að fylla skarð Gareth Bale sem gæti verið á leið til Man Utd fyrir 120 milljónir punda. (Daily Star)

WBA, Leicester, Newcastle og Wolfsburg munu berjast um Danny Ings, framherja Burnley, en samningur hans við Burnley rennur út næsta sumar. (Sun)

Harry Redknapp íhugar að fá Scott Sinclar frá Man City til liðs við sig í janúar. (Daily Mirror)

Crystal Palace hefur hækkað tilboð sitt í Pape Souare, vinstri bakvörð Lille, og hljóðar tilboðið upp á 3,8 milljónir punda. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner