lau 27. desember 2014 06:00
Elvar Geir Magnússon
Segir Delph og Vlaar ekki á förum í janúar
Fabian Delph.
Fabian Delph.
Mynd: Getty Images
Paul Lambert, stjóri Aston Villa, segir að Dabian Delph, Ron Vlaar og Christian Benteke verði allir áfram hjá félaginu og séu ekki á förum í janúarglugganum.

Sóknarmaðurinn Benteke er metinn á 20 milljónir punda en skrifaði undir nýjan samning nýlega og virðist ekki á förum en enski miðjumaðurinn Delph og hollenski landsliðsvarnarmaðurinn Vlaar eru að verða samningslausir.

Það má fastlega búast við því að félög muni reyna að versla Delph og Vlaar í janúar.

„Glugginn gerir mig ekki áhyggjufullan. Það er enginn á förum í janúar en Randy (Lerner eigandi) verður að eiga lokaorðið varðandi peningamálin," segir Lambert.

„Ég sé um málin frá fótboltalegu sjónarhorni og út frá því vil ég halda öllum. Ég er viss um að Randy horfi á þetta sömu augum og ég, það hefur verið frábært að vinna undir honum sem knattspyrnustjóri."

Aston Villa er í þrettánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum fyrir ofan fallsæti en liðið tapaði fyrir Swansea í gær þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark leiksins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner