Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 27. desember 2014 07:00
Elvar Geir Magnússon
Van Dijk til Arsenal í janúar?
Virgil van Dijk á æfingu með hollenska landsliðinu.
Virgil van Dijk á æfingu með hollenska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Virgil van Dijk virðist vera undir smásjá margra liða í ensku úrvalsdeildinni ef marka má fréttir. Arsene Wenger vill kaupa þennan öfluga varnarmann til Arsenal í janúar samkvæmt The Sun.

Það verður þó hægara sagt en gert að losa hann frá Skotlandsmeisturum Celtic í Glasgow sem vill fá rúmlega 10 milljónir punda fyrir hann.

Ronny Deila, stjóri Celtic, segir að Vin Dijk sé mikils virði en hefur ekki áhyggjur af því að missa leikmanninn í janúarglugganum þrátt fyrir mikinn áhuga.

„Virgil er að njóta þess að spila fyrir Celtic og honum líður vel hérna. Hann er toppleikmaður sem getur orðið heimsklassa að mínu viti. Hann er að fá stórleiki hérna og er að taka framförum. Hann þarf að vanda valið áður en hann ákveður að fara annað," segir Deila.

Van Dijk er 23 ára en hann hefur einnig verið orðaður við Liverpool.
Athugasemdir
banner