Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 27. desember 2014 19:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Wenger: Song er frábær leikmaður
Alex Song hefur staðið sig vel hjá West Ham.
Alex Song hefur staðið sig vel hjá West Ham.
Mynd: West Ham
Arsene Wenger hrósar miðjumanninum Alex Song í hástert fyrir leik Arsenal og West Ham sem fram fer á morgun.

Song, spilaði undir stjórn Wenger hjá Arsenal og hefur staðið sig afar vel á láni hjá West Ham sem eru í fimmta sæti deildarinnar.

Wenger fékk Song til sín frá Bastia á Frakklandi og segir hann það koma sér lítið á óvart að hinn 27 ára gamli Song hafi farið til Barcelona.

,,Ég fékk hann til mín þegar hann var 17 ára og hélt honum hjá liðinu þrátt fyrir að margir efuðust þá ákvörðun. Hann hefur nú þróast í mjög góðan leikmann og það þarf enginn að sannfæra mig um hversu góður hann er."

,,Hann var mjög góður leikmaður fyrir mig en hann fékk ekki mikið að spila á Spáni. Þú sérð leikmenn eins og Santi Carzorla sem eru mikið betri þegar þeir fá að spila reglulega, það er það sama með Song"

Arsenal getur komist upp fyrir West Ham með sigri og eru þeir aðeins tveimur stigum frá Southampton sem eru í fjórða sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner