Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 28. janúar 2015 21:16
Ívan Guðjón Baldursson
Allt í rugli í hálfleik - Turan kastaði takkaskó að línuverði
Arda Turan tók takkaskóinn af sér og kastaði að línuverðinum, án þess að fá rautt spjald. Ótrúlegt.
Arda Turan tók takkaskóinn af sér og kastaði að línuverðinum, án þess að fá rautt spjald. Ótrúlegt.
Mynd: Getty Images
Það er allt í rugli í hálfleik hjá Atletico Madrid og Barcelona í 8-liða úrslitum spænska Konungsbikarsins.

Fernando Torres kom heimamönnum í Atletico yfir á fyrstu mínútu, Neymar jafnaði og Raul Garcia kom heimamönnum aftur yfir með marki úr vítaspyrnu.

Miranda gerði sjálfsmark og Neymar kom Barcelona yfir rétt fyrir hálfleik og var staðan þá orðin 3-2 fyrir gestina.

Það var í hálfleik sem Gabi, miðjumaður Atletico, var rekinn af velli fyrir að gera eitthvað af sér á leið til búningsklefa.

Arda Turan missti sig þá í bræðinni og kastaði takkaskó að línuverðinum en fékk á einhvern ótrúlegan hátt ekki rautt spjald.


Athugasemdir
banner
banner
banner