Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. janúar 2015 21:39
Ívan Guðjón Baldursson
Enski deildabikarinn: Eriksen kom Tottenham í úrslit
Mynd: Getty Images
Sheffield United 2 - 2 Tottenham (2-3 samanlagt)
0-1 Christian Eriksen ('28)
1-1 Che Adams ('77)
2-1 Che Adams ('80)
2-2 Christian Eriksen ('88)

Viðureign C-deildarliðs Sheffield United og Tottenham Hotspur var gífurlega spennandi þrátt fyrir eins marks forskot Tottenham úr fyrri viðureign liðanna.

Liðin mættust í undanúrslitum enska deildabikarsins og kom danski miðjumaðurinn Christian Eriksen gestunum yfir með mögnuðu marki á 28. mínútu.

Tottenham virtist vera að landa öruggum sigri þar til táningurinn Che Adams kom inná á 73. mínútu og sneri leiknum við með tveimur mörkum á skömmum tíma.

Leikurinn stefndi í framlengingu eftir mörk Adams en Eriksen hafði þó ekki sungið sitt síðasta og jafnaði leikinn nokkrum mínútum fyrir leikslok með snyrtilegu marki.

Eriksen var hetja Spurs í kvöld og fleytti liðinu áfram í úrslitaleik deildabikarsins sem verður gegn Chelsea á Wembley.
Athugasemdir
banner
banner
banner