Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 28. janúar 2015 13:30
Elvar Geir Magnússon
Lambert fær stuðningsyfirlýsingu
Lambert hugsi.
Lambert hugsi.
Mynd: Getty Images
Tom Fox, framkvæmdastjóri Aston Villa, segir að knattspyrnustjórinn Paul Lambert hafi fullan stuðning og sé enn mikilvægur í augum eigandans Randy Lerner.

Villa hefur aðeins fengið 12 stig úr síðustu 18 úrvalsdeildarleikjum og er þremur stigum frá fallsæti.

Fox segir að það væri tvíeggjað sverð að ætla að láta Lambert fara á miðju tímabili.

„Þegar staðan er þessi eru margir stuðningsmenn reiðir og kalla eftir blóði. Þannig hugsa ég og eigandinn ekki þegar við tökum ákvarðanir," segir Fox.
Athugasemdir
banner
banner
banner