Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 28. janúar 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Leikmaður Partizan segist vera á leið til Chelsea
Pantic í baráttunni við Harry Kane í Evrópudeildinni.
Pantic í baráttunni við Harry Kane í Evrópudeildinni.
Mynd: Getty Images
Danilo Pantic, 18 ára leikmaður Partizan Belgrad, segir að hann muni ganga til liðs við Chelsea áður en félagaskiptaglugginn í janúar lokar.

Þessi bráðefnilegi miðjumaður hefur unnið sér sæti í liði Partizan á tímabilinu og nú vill Chelsea ganga frá kaupum á honum. Orðrómur segir að Pantic verði svo lánaður til Vitesse í Hollandi eftir að kaupin ganga í gegn.

,,Eins og staðan er núna, þá væri það besta lausnin fyrir mig og Partizan ef ég fer til Chelsea," sagði Pantic við Novosti.

,,Ég veit ekki hvenær ég sný aftur til Belgrad, örugglega á næstu dögum, og félagaskiptin ættu að klárast í þessari viku."

Partizan myndi fá um 900.000 evrur fyrir Pantic, sem hefur enn neitað að skrifa undir atvinnumannasamning.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner