Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 28. janúar 2015 14:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd sagt nota Januzaj sem beitu til að fá Cuadrado
Cuadrado í leik með landsliði Kólumbíu.
Cuadrado í leik með landsliði Kólumbíu.
Mynd: Getty Images
Vindum okkur yfir í slúðursögu í þessum annars afar dauða janúarglugga. La Nazione á Ítalíu segir að Manchester United ætli að reyna að nota Adnan Januzaj sem beitu til að fá Juan Cuadrado frá Fiorentina.

Þessi sóknarsinnaði Kólumbíumaður er sterklega orðaður við brottför frá ítalska félaginu áður en glugganum verður lokað en Chelsea hefur langoftast verið nefnt í því samhengi.

Einnig hefur hann verið orðaður við Atletico Madrid.

La Nazione segir að United sé tilbúið að jafna tilboð Chelsea og bjóða einnig belgíska landsliðsmanninn Adnan Januzaj á 18 mánaða lánssamningi á móti.

Þessar fréttir eru þó ekki í samræmi við fullyrðingar umboðsmanns Januzaj um að Louis van Gaal vilji halda Belganum unga og hafi komið í veg fyrir að hann færi á lán til Paris Saint-Germain.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner