Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 28. janúar 2015 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Montella: Cuadrado gæti gert frábæra hluti hjá Chelsea
Cuadrado gæti slegið í gegn á Englandi.
Cuadrado gæti slegið í gegn á Englandi.
Mynd: Getty Images
Vincenzo Montella, þjálfari Fiorentina, gaf mjög heiðarlegt viðtal við Sky Sports þar sem hann ræddi um kólumbíska kantmanninn Juan Cuadrado.

Cuadrado hefur verið orðaður við Chelsea í janúar en það liggur ljóst fyrir að leikmaðurinn fer ekki fet nema rétt upphæð sé greidd fyrir þjónustu hans.

,,Þetta er mjög einföld staða, ég skil ekki öll lætin í fjölmiðlum," Sagði Montella við Sky Sports News.

,,Í samningi hans er ákvæði sem segir til um að leikmaðurinn sé falur fyrir ákveðna upphæð og ef það er félag þarna úti sem er reiðubúið að greiða þessa upphæð þá má hann yfirgefa Fiorentina."

Cuadrado er 26 ára gamall og hefur verið að skora í um fjórða hverjum deildarleik spilandi á kantinum. Fiorentina er í 6. sæti ítölsku deildarinnar, fimm stigum frá meistaradeildarsæti.

,,Við höfum aldrei rætt um hvort hann vilji fara til Chelsea eða ekki. Mér finnst líklegt að félagið sé búið að hafa samband við umboðsmann Cuadrado en ég er ekki viss um það. Kaupandi þarf einfaldlega að borga þessar 35 milljónir evra, sama hvað.

,,Ég vona að Cuadrado verði eftir hjá Fiorentina. Hann er góður strákur, honum líkar vel við sig hérna en enska deildin hentar honum líklega mjög vel, þá gæti hann gert frábæra hluti undir stjórn Mourinho."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner