Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 28. janúar 2015 12:32
Magnús Már Einarsson
Heimild: Aftenbladet 
Nordsjælland gerir annað tilboð í Sverri Inga
Sverrir Ingi Ingason og félagi hans Árni Vilhjálmsson.
Sverrir Ingi Ingason og félagi hans Árni Vilhjálmsson.
Mynd: Blikar.is - AMS
Danska félagið Nordsjælland hefur lagt fram nýtt tilboð í Sverri Inga Ingason varnarmann Viking í Noregi en Aftenbladet greinir frá þessu.

Viking hafnaði á dögunum tilboði sem hljóðaði upp á 3-4 milljónir norskar krónur. Nýja tilboðið er upp á fimm milljónir norskar krónur eða 86 milljónir íslenskar.

Sverrir kom til Viking frá Breiðabliki fyrir rúmu ári síðan og spilaði vel á sínu fyrsta ári í Noregi.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Nordsjælland, þekkir Sverri vel síðan hjá Breiðabliki á sínum tíma.

Ólafur fékk Guðmund Þórarinsson til liðs við Nordsjælland frá Sarpsborg fyrir helgi en fyrir hjá danska félaginu eru einnig Guðjón Baldvinsson, Adam Arnarson og Rúnar Alex Rúnarsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner