Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 28. janúar 2015 16:52
Elvar Geir Magnússon
Gabriel Paulista til Arsenal (Staðfest)
Paulista í búningi Arsenal.
Paulista í búningi Arsenal.
Mynd: Arsenal
Gabriel Paulista er formlega orðinn leikmaður Arsenal en hann kemur frá Villarreal og sóknarmaðurinn Joel Campbell er lánaður í öfuga átt út tímabilið.

Gabriel er varnarmaður sem leikur aðallega í stöðu miðvarðar en getur einnig leyst báðar bakvarðastöðurnar.

Þessi 24 ára leikmaður var traustur klettur í vörn spænska liðsins Villarreal.

Hann hóf feril sinn með Esporte Clube Vitória í Brasilíu.

„Ég kem frá félagi sem er ekki mjög stórt í brasilískum fótbolta. Ég fór í spænska boltann en þá var draumur að rætast, að spila í Evrópu," segir Gabriel.

„Ég hef lengi haft þá löngun að spila í úrvalsdeildinni og mun gera mitt allra besta fyrir félagið og liðsfélagana."
Athugasemdir
banner
banner
banner