Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 28. febrúar 2015 15:40
Arnar Geir Halldórsson
Allardyce: Óásættanleg frammistaða
Sam Allardyce
Sam Allardyce
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stjóri West Ham, var ómyrkur í máli eftir 3-1 tap gegn Crystal Palace á heimavelli í dag.

,,Ég er hneykslaður. Frammistaða okkar var óásættanleg. Þetta eru mikil vonbrigði því við viljum gera vel á heimavelli. Ef við spilum ekki okkar leik þá lendum við í vandræðum."

,,Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir föstu leikatriðin því helmingur marka Crystal Palace kemur úr föstum leikatriðum. Svo fáum við á okkur tvö mörk eftir horn og eitt eftir aukaspyrnu." sagði Allardyce.

Sam Allardyce var ekki bara ósáttur við liðsmenn sína og kvartaði undan dómgæslunni.

,,Ég held að Glenn Murray hefði átt að fá rautt spjald í fyrri hálfleik fyrir öll brotin sem hann framkvæmdi. Hann var heppinn að hanga þetta lengi inn á vellinum. Við áttum líka að fá víti þegar brotið var á Diafra Sakho og Mile Jedinak átti að fá rautt spjald fyrir það. Þá hefði staðan verið orðin 3-2 og allt opið." sagði stóri Sam að lokum.

Athugasemdir
banner
banner
banner