Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 28. febrúar 2015 11:46
Arnar Geir Halldórsson
Byrjunarlið West Ham og Crystal Palace: Bolasie byrjar
Bolasie verður í eldlínunni í dag
Bolasie verður í eldlínunni í dag
Mynd: Getty Images
West Ham fær Crystal Palace í heimsókn í fyrsta leik dagsins í enska boltanum í sannkölluðum Lundúnarslag.

Alan Pardew heimsækir sinn gamla heimavöll og vonast til að halda áfram góðu gengi á útivöllum en Crystal Palace hefur unnið alla útileiki sína síðan Pardew tók við stjórnartaumunum.

Sam Allardyce og liðsmönnum hans er farið að lengja eftir sigri en liðið hefur nú leikið fimm leiki í röð án sigurs eftir að hafa misst unninn leik niður í jafntefli á lokasekúndunum um síðustu helgi.

Byrjunarlið West Ham:Adrian, Jenkinson, Reid, Tomkins, Cresswell, Song, Noble (c), Kouyate, Downing, Sakho, Valencia

Byrjunarlið Crystal Palace:Speroni, Ward, Delaney, Dann, Kelly, Jedinak, Mutch, Bolasie, Puncheon, Zaha, Murray.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner