lau 28. febrúar 2015 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Við misstum stjórnina
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, þjálfari Bayern München í Þýskalandi, gagnrýndi liðið sitt eftir 4-1 sigur þess á Köln í gær.

Bayern komst í tveggja marka forystu en Köln minnkaði muninn og var nálægt því að jafna metin en Robben og Lewandowski kláruðu dæmið fyrir Bayern.

,,Ég er ánægður. Við unnum liðið sem er með næst besta útivallarmetið á þessu tímabili en þetta var mjög erfitt," sagði Guardiola.

,,Við byrjuðum vel en við misstum stjórnina um tíma. Þegar Arjen kom okkur í 3-1 þá var þetta allt annar leikur en við unnum útaf Manuel Neuer," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner