Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. febrúar 2015 18:39
Arnar Geir Halldórsson
Ítalía: Birkir Bjarna skoraði í sjö marka leik
Birkir í leik með íslenska landsliðinu
Birkir í leik með íslenska landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Virtus Entella 2-5 Pescara
0-1 Marco Sansovini
0-2 Marco Sansovini
1-2 Eric Lanini
1-3 Birkir Bjarnason
1-4 Marco Sansovini
1-5 Federico Melchiorri
2-5 Gaetano Masucci
Rautt spjald: Michele Russo, Entella (´64)

Birkir Bjarnason var á skotskónum í Serie B í dag þegar Pescara heimsótti lið Virtus Entella.

Alls voru sjö mörk skoruð í leiknum og fór eitt rautt spjald á loft. Mark Birkis kom undir blálokin í fyrri hálfleik en hann kom Pescara í 3-1. Birki var svo skipt útaf á 88.mínútu.

Þetta var fimmta mark Birkis í deildinni í vetur.

Sigurinn fleytir Pescara upp í 7.sæti en liðið á í harðri baráttu um sæti í umspili þar sem sæti 3-8 gefa umspilsrétt.
Athugasemdir
banner
banner
banner