lau 28. febrúar 2015 13:15
Arnar Geir Halldórsson
John Carver vonar að Aston Villa falli
Hefndin er sæt
Hefndin er sæt
Mynd: Getty Images
John Carver, stjóri Newcastle, er í hefndarhug en liðsmenn hans fá Aston Villa í heimsókn í dag.

Aston Villa er í bullandi fallbaráttu á meðan Newcastle siglir lygnan sjó um miðja deild en Carver viðurkennir að hann muni ekki sjá á eftir Aston Villa fari svo að liðið falli úr úrvalsdeildinni í vor.

Carver var á meðal stuðningsmanna þegar Newcastle féll úr úrvalsdeildinni eftir 1-0 tap á Villa Park árið 2009 og er ekki búinn að gleyma þeirri stund.

,,Hvernig þeir brugðust við þegar við féllum var ekki fallegt og við erum ekki búnir að gleyma því.”

,,Ég talaði ekki við nokkurn mann í klukkutíma eftir að þeim leik lauk. Þetta var sárt. Stundum þegar við mætum Aston Villa rifjast þessi leikur upp. Ég man viðbrögð stuðningsmanna þeirra eftir leikinn og mun aldrei gleyma því. Ég mun ekki sjá á eftir þeim ef þeir falla” sagði Carver.

Liðin mætast á St.James´ Park í dag klukkan 15 en Aston Villa hefur ekki unnið deildarleik síðan 7.desember.


Athugasemdir
banner
banner
banner