Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. febrúar 2015 12:30
Arnar Geir Halldórsson
Van Gaal: Erum ekki með 20 marka mann
Louis van Gaal
Louis van Gaal
Mynd: Getty Images
Sóknarmenn Man Utd hafa verið gagnrýndir á tímabilinu og Louis van Gaal segir liðið ekki hafa þennan 20 marka mann sem margir segja að topplið verði að hafa.

,,Það er satt og ég get ekki neitað því. Robin van Persie getur ekki neitað því, Falcao getur ekki neitað því og Rooney er ekki að spila mikið frammi lengur.”

Van Persie hefur náð að brjóta 20 marka múrinn á fjórum af síðustu sex tímabilum en hann var með 18 mörk undir stjórn David Moyes í fyrra. Þá hefur Falcao aldrei skorað undir 20 mörk á tímabili frá því hann kom til Evrópu, að undanskildu árinu hjá Monaco þar sem hann meiddist á miðju tímabili.

Robin van Persie er markahæsti leikmaður Man Utd með 10 mörk, næstur kemur Wayne Rooney með 9 en kólumbíska markamaskínan hefur aðeins skorað 4 mörk.

Við getum ekki neitað því, eins og staðan er í dag, höfum við ekki sóknarmann sem skorar 20 mörk. Það segir okkur samt ekkert um næsta ár, kannski eru þeir óheppnir í ár. sagði van Gaal.
Athugasemdir
banner
banner
banner