Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 28. mars 2015 22:45
Jóhann Ingi Hafþórsson
Charlie Austin ekki svekktur með að komast ekki í landsliðið
Charlie Austin.
Charlie Austin.
Mynd: Getty Images
Charlie Austin, leikmaður QPR segir það ekki hafa komið sér á óvart að Roy Hodgson valdi hann ekki í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Litháen og Ítalíu.

Hinn 25 ára gamli framherji hefur skorað 15 mörk á leiktíðinni þrátt fyrir erfitt tímabil hjá QPR.

Harry Kane var valinn í hópinn en hann kom af bekknum og skoraði fjórða mark Englands í sigri á Litháen og segir Austin það vera skiljanlegt að Kane var valinn í hópinn.

„Ef þú sérð framherjana, það eru þrír sem velja sig sjálfir, Wayne Rooney, Daniel Sturridge og Danny Welbeck."

„Svo ertu að fara að velja Harry Kane. Hann er búinn að spila frábærlega. Ég bjóst ekki við að vera valinn," sagði Austin.
Athugasemdir
banner
banner
banner