Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. mars 2015 16:52
Elvar Geir Magnússon
skrifar frá Astana í Kasakstan
Einkunnir Íslands í Kasakstan: Eiður maður leiksins
Icelandair
Eiður Smári var maður leiksins.
Eiður Smári var maður leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason í leiknum í dag.  Hann stóð vaktina frábærlega.
Kári Árnason í leiknum í dag. Hann stóð vaktina frábærlega.
Mynd: EPA
Íslenska landsliðið vann sannfærandi 3-0 útsigur gegn Kasakstan ytra í kvöld. Þvílík frammistaða hjá liðinu. Afar faglega klárað en hér má sjá einkunnagjöfina eftir leikinn.

Hannes Þór Halldórsson 7
Fékk ekki mörg erfið skot á sig en var öruggur í öllu sem hann gerði.

Birkir Már Sævarsson 7
Öryggið uppmálað og skilaði sínu mjög vel.

Kári Árnason 8
Algjör hershöfðingi í vörninni. Gerði klárlega tilkall í að vera maður leiksins.

Ragnar Sigurðsson 8
Miðverðirnir skiluðu gríðarlega öflugri vinnu og Raggi var á tánum allan tímann.

Ari Freyr Skúlason 6
Átti í smá vandræðum af og til en átti samt sem áður fínan leik, alltaf að.

Birkir Bjarnason 8
Afar flott frammistaða hjá Birki. Hefur verið nokkuð duglegur við markaskorun á Ítalíu og heldur uppteknum hætti.

Aron Einar Gunnarsson 7
Lék mjög vel en þurfti að yfirgefa völlinn í lokin vegna meiðsla.

Gylfi Þór Sigurðsson 8
Það hefur verið algjört konfekt að fylgjast með Gylfa í keppninni og hann hélt áfram. Mögnuð fyrirgjöf í marki Birkis.

Jóhann Berg Guðmundsson 7
Mjög líflegur, áberandi og duglegur þó hann hafi ekki alveg náð að stilla skotmiðið nægilega vel.

Eiður Smári Guðjohnsen 8 - Maður leiksins
Maður fékk gæsahúð þegar Eiður braut ísinn. Þvílík endurkoma! Sýndi þau mögnuðu gæði sem hann býr yfir.

Kolbeinn Sigþórsson 5
Er ekki kominn í sína bestu leikæfingu og komst ekki í takt við leikinn.

Varamenn:

Jón Daði Böðvarsson 6
Athugasemdir
banner
banner
banner