lau 28. mars 2015 07:30
Magnús Már Einarsson
Ferð á Holland - Ísland með Gaman ferðum og Tólfunni
Mynd: Gaman ferðir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimmtudagskvöldið 3. september verður einn mest spennandi leikur í knattspyrnusögu okkar Íslendinga en það er auðvitað viðureign Hollands og Íslands í undankeppni EM 2016 í knattspyrnu.

Eins og allir vita hafa Íslendingar staðið sig gríðarlega vel hingað til og þegar þetta er ritað, sitjum við í öðru sæti á eftir Tékkum í okkar riðli í undankeppni EM. Í næsta sæti fyrir neðan okkur eru Hollendingar.

Gaman Ferðir eru með fjölbreytta pakka til Amsterdam og gistingu sem hæfa flestum. Það var svakalega gaman í síðustu ferð okkar til Tékklands og þessi ferð verður ekki síðri. Auðvitað verður Tólfan aftur með í för. Já, Gaman Ferðir eru áfram í samstarfi við Tólfuna og því er klárt að það verður frábær stemning á leiðinni eins og var í ferðinni á Tékkland - Ísland í nóvember og svo gott tækifæri til að læra bestu söngvana og taka þátt á vellinum þegar út er komið. Ekki missa af þessari :)

Verð
Ferðin kostar frá 91.900 krónur á mann miðað er við tvo í herbergi. Verðið fer alveg eftir þeim gistimöguleika sem valinn er. Innifalið er flug með WOW air til Amsterdam ásamt 20 kg tösku, þrjár nætur á hóteli með morgunverði og rútu til og frá flugvelli. ATH: Miðar á leikinn eru ekki innifaldir í verði en þeir koma frá KSÍ og upplýsingar þá verða settar hér inn þegar nær dregur. Miðinn á síðasta útileik liðsins gegn Tékklandi kostaði 6.000 krónur.

Skoðaðu þá möguleika sem í boði eru í sambandi við gistingu

Leikur
Leikur Hollands og Íslands fer fram fimmtudaginn 3. september klukkan 20:45.

Hótel
Það eru fjölbreyttir gistimöguleikar í boði í Amsterdam. Skoðið möguleikana á www.gaman.is

Flugferðin
Lagt er af stað frá Íslandi með WOW air til Amsterdam fimmtudaginn 3. september klukkan 06:30. Flogið er heim á leið sunnudaginn 6. september klukkan 12:35.

Kortalán
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á [email protected] ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni.

Farangursheimild
Farangursheimild fyrir ferðatösku utan handfarangurs er innifalin í fargjaldinu. Miðað er við að hver taska sé 20 kíló. Á vefsíðu WOW air er að finna helstu verðupplýsingar vegna bókana og annarrar þjónustu sem fluggestir WOW air gætu þurft að nýta sér.

Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, þó ekki stærri en 56x45x25 sm. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri. Hámarksþyngd handfarangurs er 5 kg.
Sendu póst á [email protected] ef þú hefur einhverjar spurningar eða hafðu samband í síma 560-2000.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner