Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 28. mars 2015 04:40
Elvar Geir Magnússon
skrifar frá Astana í Kasakstan
Fyrirliðinn leikur sinn fimmtugasta landsleik
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson nær í dag sínum 50. A-landsleik þegar hann leiðir íslenska liðið út á völl í Kasakstan.

Aron er aðeins 25 ára og mikið afrek hjá honum að ná þessum leikjafjölda þetta snemma.

Fyrsti A-landsleikur Arons kom 2. febrúar 2008 þegar Ísland tapaði fyrir Hvíta-Rússlandi í æfingaleik á Möltu.

Helsta hlutverk Arons er að sinna varnarhlutverki á miðjunni og hefur hann skorað eitt mark í þeim 49 leikjum sem eru að baki en það kom í þessari undankeppni, í sigri gegn Lettum.

Líklegt er að Eiður Smári Guðjohnsen leiki sinn 79. landsleik í dag.

Leikurinn í dag laugardag hefst 15:00 að íslenskum tíma en hitað verður upp fyrir hann milli 12 og 14 á X-inu FM 97,7 þar sem útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á dagskránni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner