banner
   lau 28. mars 2015 12:00
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: PSV 
PSV kaupir Andres Guardado (Staðfest)
Andres Guardado
Andres Guardado
Mynd: Getty Images
Hollenska stórveldið, PSV Eindhoven, hefur gengið frá kaupum á Andres Guardado frá Valencia en þessi mexíkóski kantmaður er búinn að vera á láni hjá hollenska liðinu í vetur.

Frá þessu var gengið í gær að því er segir á heimasíðu PSV en Guardado átti eitt ár eftir af samningi sínum við Valencia.

Guardado mun skrifa undir samning við PSV þegar hann kemur til baka eftir landsleikjahléið en hann er fyrirliði Mexíkó og hefur leikið 112 landsleiki.

,,Við erum ánægðir með að hann muni ganga endanlega til liðs við okkur eftir vel heppnaða lánsdvöl. Við vonumst til að fá að njóta krafta hans næstu árin", segir Marcel Brands, yfirmaður leikmannamála hjá PSV.

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að PSV hampi hollenska meistaratitlinum en liðið hefur átta stiga forskot á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner