Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. mars 2015 16:49
Arnar Geir Halldórsson
Sannfærandi sigur í Kasakstan
Icelandair
Alvöru endurkoma hjá Eiði Smára
Alvöru endurkoma hjá Eiði Smára
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kasakstan 0-3 Ísland
0-1 Eiður Smári Guðjohnsen (´21)
0-2 Birkir Bjarnason (´32)
0-3 Birkir Bjarnason ('90)

Íslendingar unnu góðan sigur á Kasakstan á Astana Arena í A-riðli undankeppni EM í dag.

Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson gerðu þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum í Plzen. Eiður Smári Guðjohnsen, Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Már Sævarsson komu í byrjunarliðið í stað Theodórs Elmars Bjarnasonar, Emils Hallfreðssonar og Jóns Daða Böðvarssonar.

Eiður Smári var að snúa aftur í íslenska landsliðið eftir langa fjarveru og hann kom liðinu á bragðið þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins á 21.mínútu. Snyrtileg afgreiðsla Eiðs eftir sendingu frá Jóhanni Berg.

Tíu mínútum síðar fengu Íslendingar aukaspyrnu sem Gylfi Þór Sigurðsson tók. Hann fann kollinn á Birki Bjarnasyni sem stangaði boltann í netið og staðan orðin 2-0.

Kasakar voru nálægt því að minnka muninn eftir rúmlega klukkutíma leik en skalli Renat Abdulin fór í innanverða stöngina.

Heimamenn reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn en ógnuðu ekki marki Íslands af neinu ráði. Birkir Bjarnason gulltryggði sigurinn með öðru marki sínu í uppbótartíma en skot Birkis fór af varnarmanni og í netið.

Sannfærandi sigur staðreynd og þrjú gríðarlega mikilvæg stig í höfn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner